Prentm-Mótaröð FRÍ: Frestur til skráning á Akureyrarmótið um helgina hefur verið framlengdur til miðnættis í kvöld.

Unnt er skrá keppendur á síðasta Mótatraðarmót FRÍ á Akureyri um helgina til miðnættis í kvöld. Bætt hefur verið við spjótkasti pilta 16-17ára með 700gr spjóti.  Veðrið stefnir í að verða ákjósanlegt um margt fyrir allar greinar – þurrt og meðvindur í hlaupum og stökkum á bilinu 1,5-2 m/sek.  Þótt hitastigið stefni í að verða ekki það hæsta sem þekkist á Akureyri þá kunnum við að ná hámarksárangri þótt hitastigið sé um eða undir10°C ef þurrt er og vindur passlegur eins og stefnir í að verða á Akureyri um helgina. Frjálsíþróttamenn eru hvattir til að skella sér Norður og klára Mótaraðarmótakeppnina með stæl. Heimamenn taka vel á móti öllum en gefa ekkert eftir .

FRÍ Author