Mótamálafundur, haustfundur FRÍ verður haldinn á ÍSÍ laugardaginn 31. október.

 
Dagskrá:
 
1. Kl. 9: 00 Fundurinn settur.
2. Kl 9:10 Salur C eða fundaraðstaða við skrifstofu FRÍ : Bikarkeppni FRÍ – framtíð keppninnar. Umræðu stjórnar Magnús Jakobsson
 
3. Kl. 10:10-11:10 Salur C eða fundaraðstaða við skrifstofu FRÍ : Mótaskrá FRÍ.
3.1. Farið yfir mótaskrá ársins 2016 – Ólafur Guðmundsson formaður mótanefndar FRÍ og Fríða Rún Þórðardóttir nefndarmaður.
3.2. Athugasemdir og tillögur til breytinga.
3.3. Mótaskráin lögð fram til samþykktar og birtingar á vef FRÍ.
 
4. Kl. 11:15 -12:15 Salur B : Kynning á verkefnum erlendis á árinu 2016 og greining á líkindum fyrir þátttöku Íslendinga á þeim mótum. Jón Sævar Þórðarson, Fríða Rún Þórðardóttir/ Súsanna Helgadóttir.
 
5. Kl. 12:15 – 12:55: Léttar veitingar og almenn umræða:
 
6. Kl. 13:00 – 13:30: Salur B: Valkvætt samstarf skrifstofu FRÍ við mótshaldara um kynningar-og markaðsstarf til tekjuauka fyrir mótshaldara og skrifstofu FRÍ. Formaður FRÍ opnar umræðuna.
 
7. Kl. 13:30-15:00 Salur D: Fundur um almennings-, götu-og víðvangshlaup.
7.1. Sigurður P. Sigmundsson formaður AGV-nefndar Kynning gæðaflokkun götuhlaupa og vottunarreglur EAA/FRÍ – sjá hér
7.2. Þorsteinn þorsteinsson formaður tækninefndar FRÍ – aðkoma nefndarinnar að götuhlaupum 2015 og 2016.
7.3. Almenn umræða um götuhlaup

FRÍ Author