Mjög góð þátttaka á Miðnæturhlaupi

Miðnæturhlaup Powerade fór fram í kvöld í blíðskaparveðri í Laugardalnum í Reykjavík. Met þátttaka var í hlaupinu, 1500 þátttakendur luku hlaupinu í 10km, 5km og 3km skemmtiskokki, nokkrum fleiri en í fyrra.

 

Kári Steinn Karlsson Breiðabliki náði glæsilegum árangri þegar hann kom fyrstur í mark í 10km hlaupinu á tímanum 30.26m. Þetta er besti tími sem Kári Steinn hefur náð í götuhlaupi samkvæmt afrekaskrá. Þá er þetta einnig nýtt og glæsilegt brautarmet.

Sigurvegari í 10km hlaupi kvenna var Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni á 37:55. Í 5km sigraði Cameron Dorn frá Bandaríkjunum á 17:00 en fyrst kvenna var hin 15 ára Aníta Hinriksdóttir ÍR á tímanum 17:49.

 

Frekari úrslit má sjá á vef hlaupsins hér<http://marathon.is/urslit-mh>.

  

FRÍ Author