Mjög góð þátttaka á 83. Meistaramóti Íslands – Allt besta íþróttafólkið með

Mjög góð þátttaka er á 83. Meistaramóti Íslands, sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina.
Skráningu lauk á miðnætti í nótt og eru samtals 188 keppendur frá 13 félögum og samböndum skráðir til leiks.
Allt besta frjálsíþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu m.a. allir þeir 30 landsliðsmenn sem kepptu í Evrópukeppni landsliða í Sarajevo um þar síðustu helgi.
 
Flestir skráðir keppendur er frá ÍR eða 52, 38 koma frá FH og 31 frá heimaliðinu í Breiðabliki.
Fjölmennustu greinar mótsins eru að venju spretthlaup karla og kvenna, en 32 karlar ætla að hlaupa 100m á mótinu og 27 konur eru skráðar í sömu grein í kvennaflokki. Þá eru 24 karlar skráðir í 200m hlaup og 23 konur í 200m hlaup kvenna, en það eru næst fjölmennustu greinar mótsins.
 
Í dag verður unnið að uppsetningu leikskrár keppninnar, en drög að tímaseðli eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, þar sem endanleg leikskrá og tímaseðill ættu að birtast í kvöld eða á morgun.

FRÍ Author