Mjög góð skráning á Stórmótið um helgina

Það stefnir í mjög góða skráningu á Stórmót ÍR sem verður haldið í Laugardalshöll um helgina.  Alls er búist við hátt í 700 einstaklingum á mótið frá á þriðja tug félaga, bæði innlendum og erlendum, en nokkrir keppendur frá Færeyjum eru skráðir til leiks á mótið.
 
Sem dæmi um umfang mótsins að þegar best lætur verður keppt á 25 stöðvum samtímis, en alls verða um 120 manns starfandi á mótinu um helgina.

FRÍ Author