Mikil þátttaka á 16. Stórmóti ÍR um helgina

Ennfremur segir þar að meðal keppenda sé fjöldi landsliðsfólks s.s. langstökkvararnir Kristinn Torfason FH, Hafdís Sigurðardóttir UFA , Sveinbörg Zophoniasdóttir FH og Jóhanna Ingadóttir ÍR. Jóhanna keppir einnig í þrístökki og gæti ógnað Íslandsmetinu í þeirri grein.  Íslandsmetin í langstökki kvenna og karla eru bæði í verulegri hættu eins og langstökkskeppnin um sl. helgi gaf til kynna. Stangarstökkvararnir Mark Johnson ÍR og Hulda Þorsteinsdóttir ÍR eru líkleg til bætinga. Mark svífur mögulega yfir 5m ef vel tekst til og Hulda mun gera harða atlögu að 4 m.  Trausti Stefánsson FH, Sveinn Elías Elíasson FH og Ívar Kristinn Jasonarson ÍR eru allir spretthlauparar sem eiga eflaust eftir að berjast hart um sigra í 60m, 200m og 400m hlaupum og gæti Íslandsmetið í 400m hlaupi hæglega fallið í þeim átökum.   Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR, Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, Aníta Hinriksdóttir ÍR og Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki, Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR og María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni munu gera atlögu að metum og há mörg einvígi í spretthlaupum og grindahlaupum á mótinu.

Á laugardagsmorgun hefst keppni kl. 9:00 með keppni í fjölþraut barna 10 ára og yngri samkvæmt  keppniskerfi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF sem nefnist á ensku „Kids Athletics“.  Á sama tíma hefst hefðbundi keppni í flokkum 11-14 ára en fjölmennasta keppnisgreinin er  60m hlaup 12 ára stúlkna þar sem 58 þátttakendur eru skráðir til leiks.  Eftir því sem líður á laugardaginn hefjast keppnisgreinar í eldri aldursflokkum.  Á sunnudag er svo keppt í flokkum 13 ára og eldri  en keppni lýkur kl. 16:10.

130 dómarar og starfsmenn, allt sjálfboðaliðar úr röðum ÍR-inga, sjá um að framkvæmd mótsins geti gengið greiðlega.   Sem dæmi um umfangið þá fer fram keppni á 28 stöðum samtímis bæði í frjálsíþróttahöllinni og gömlu Laugardalshöllinni á laugardagsmorgun þegar mest er um að vera.

Frítt er inn á þennan stóra viðburð alla helgina og eru allir velkomnir. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar gefa:
Margrét Héðinsdóttir formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR í síma: 821-2172
margret1303@gmail.com
Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar ÍR í síma: 863-1700
thrainnh@ru.is

Einnig má finna ítarlegar upplýsingar á:  http://mot.fri.is/ og http://ir.is/Deildir/Frjalsar

FRÍ Author