Mikið fjör á Gogga Galvaska

Sjö Goggamet voru slegin og eitt Íslandsmet var sett í kringlukasti stelpna.Á laugardag og sunnudag vakti athygli prufu keyrsla á nýlegu keppnisformi fyrir 8 ára og yngri svonefndar „Krakka frjálsar“ eða Kids Athletics.
Skipuleggjanda þótti þetta verkefni ekki síður spennandi þar sem hugmyndin gengur út á að fá forráðamenn þeira litlu til að vera hluti af keppninni með þeim. Vill mótsstjóri taka fram að þetta form gat ekki komið betur út og vill hann þakka innilega fyrir þá aðstoð sem þau veittu.
Erfitt er að skýra út í stuttu máli aðferð þessa, en það er bara hægt að segja, sjón er sögu ríkari.

FRÍ Author