Miðasala á RIG í fullum gangi

Nú styttist heldur betur í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna en hún fer fram eftir aðeins tvo daga

Keppnin fer fram frá kl. 13:00-15:00 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu frá RÚV.

Miðasala er nú í fullum gangi inná midi.is og fæst miðinn með 20% afslætti ef hann er keyptur í gegnum netið.

Einnig verður hægt að kaupa miða inná frjálsíþróttakeppnina á staðnum á laugardaginn og kostar miðinn þá 1.500 kr. en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur alla til þess að mæta og hvetja frjálsíþróttafólkið okkar áfram!