MÍ öldunga 2016: Þátttaka góð og 22 persónuleg met slegin

 Frjálsíþróttahreyfingin í landinu er vettvangur öllum opinn  þar sem allir geta haft hlutverk í öllum aldursflokkum og á öllum getustigum. Frjálsíþróttasamband Evrópu (EAA) leggur metnað sinn í að efla heilbrigði fólks á öllum aldri og bjóða upp á vettvang í íþróttastarfi og leik fyrir lífið. Því kalli hefur frjálsíþróttahreyfingin í landinu ævinlega svarað og aukið þjónustu sína við iðkendur á öllum getustigum – m.a. með öflugu og skilvirku skráningarkerfi á árangri hvers og eins. Einstaklingsmiðuð framfaraskrá FRÍ veitir hverjum og einum aðgang að upplýsingu um persónulegan árangur og framfarir á öllum aldurs- og getustigum sem auðveldar hverjum og einum að setja sér markmið og eignast skemmtilegan leik í keppni við sjálfan sig samhliða því að eignast gefandi félagsskap fyrir lífið. Frjálsíþróttasamband Íslands hvetur alla til að hafa samband við frjálsíþróttadeild í sínu nágrenni og slást í frjálsíþróttahópinn. 

FRÍ Author