MÍ inni 2016: Kolbeinn Höður Íslandsmeistari í 200m eftir hörku keppni við Ívar og Ara

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) var rétt í þessu að tryggja sér sinn annan Íslandsmeistaratitil og nú í 200m hlaupi. Kolbeinn kom í mark á tímanum 21,83 sek (1011 stig IAAF) og 1/100 á unda Ívari Kristni Jasonarsyni (ÍR), en þeir félagarnir deildu gullverðlaunum í 400m í gær eftir mikla yfirlegu yfir markmynd og úrskurð hlaupstjóra þar sem 1/700 nægði ekki til að úrskurða annað en að félagarnir hefðu komið jafnir yfir marklínuna. Sjónarmunur var í 200m hlaupinu í dag og tími Ívars 21,84 sek (1010 stig IAAF). Þriðji var Ari Bragi Kárason (FH) á 22,17 sek (963 stig IAAF)
 

 

FRÍ Author