MÍ inni 2016. Ari Bragi Kárason Íslandsmeistari í 60m hlaupi

Ari Bragi Kárason (FH) var rétt í þessu að koma í mark í 60m hlaupi sem Íslandsmeistari í hörku keppni við hröðustu menn landsins í dag. Ari kom í mark á 6,97 sek en besti tími hans á ferlinum til þessa er 6,94sek. Ljóst því að Ari er að komast í sitt besta líkamlega ástand og til alls líklegur á næstunni. Í öðru sæti varð Kolbeinn Höður Gunnarsson  (FH) og bronsverðlaun hlaut Jóhann Björn Sigurbjörnsson (UMSS). Árangur Ara Braga veitir honum 954 stig (IAAF).
 
Tímaseðill og úrslit – sjá hér

FRÍ Author