MÍ í hálfmaraþoni í Brúarhlaupi Selfoss á laugardaginn

Meistaramót Íslands í hálfmaraþonhlaupi karla og kvenna fer fram í Brúarhlaupinu á Selfossi nk. laugardag.
Hlaupið hefst kl. 11:30 og stendur skráning yfir á hlaup.is, en einnig er hægt að skrá sig í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 09:00 á laugardaginn og þar til 60 mín fyrir hlaup.
 
Aðrar vegalengdir sem keppt verður í eru: 2,5 km, 5 km og 10 km (allar vegalengdir eru með tímatöku).
Nánari upplýsingar um Brúarhlaupið eru að finna á heimasíðu Árborgar.

FRÍ Author