MÍ í fjölþrautum um helgina og 2. Vormót Breiðabliks í kvöld

Um nk. helgi fer Meistaramót Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum frá í Borgarnesi í umsjón UMSB.
Skráningu á mótið líkur um miðnætti í kvöld í mótaforritinu hér á síðunni, en keppt verður í tugþraut karla, drengja, sveina og í sjöþraut kvenna og meyja. Auk þess fer fram keppni í 4x800m boðhlaupi karla, 3x800m boðhlaupi kvenna og 4x1500m boðhlaupi karla. Mótið hefst kl. 12:00 á laugardaginn og kl. 10:00 á sunnudaginn, en allar nánari upplýsingar um mótið er að finna undir mótaskránni hér á síðunni.
 
Í kvöld fer fram 2. Vormót Breiðabliks á Kópavogsvelli og hefst keppni kl. 18:30, keppt verður í alls 14 keppnisgreinum í kvöld og er áætlað að mótinu ljúki um kl. 21:40. Tímaseðill fyrir mótið er að finna undir mótaskrá hér á síðunni og í mótaforritinu, þar sem úrslit verða færð inn að móti loknu.

FRÍ Author