MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga um helgina

Meistaramót í öldungaflokkum er líka um helgina og fer skráning keppenda fram á staðnum, en nokkrir keppendur eru þegar skráðir til leiks.
 
Einnig hafa verið settar upp nokkrar aukagreinar, t.d. 800 m hlaup karla.
 
Keppni hefst kl. 13 á morgun laugardag og kl. 13:30 á sunnudag í fjölþrautarkeppninni. Keppni í öldungarflokkum hefst kl. 10 báða dagana og verður keppni lokið áður en keppni hefst á MÍ í fjölþrautum.
 
Hægt er að sjá keppendalista og fylgjast með gangi mála á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author