MÍ í fjölþrautum og lengri boðhlaupum í Þorlákshöfn um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum (tugþraut/sjöþraut) fer fram í Þorlákshöfn um helgina í umsjón frjálsíþróttaráðs HSK.
Á mótinu fer einnig fram meistaramót í lengri boðhlaupum (4x800m og 4x1500m karla og 3x800m boðhl. kvenna).
Alls eru 23 keppendur skráðir í öllum aldursflokkum í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, en keppt er í þremur aldursflokkum karla (karlar 19 ára og eldri, drengir 17-18 ára og sveinar 16 ára og yngri) og tveimur aldursflokkum kvenna (konur og meyjar). ÍR er með langflesta skráða keppendur í mótinu, en alls eru 19 keppendur skráðir frá ÍR.
 
Mótið hefst kl. 12:00 á morgun og kl. 10:00 á sunnudaginn.
Hægt er að skoða keppendalista, tímaseðil og fleira í mótaforritinu hér á síðunni, þar sem úrslit verða færð inn á meðan á mótinu stendur.

FRÍ Author