MÍ í fjölþrautum í Þorlákshöfn um helgina – síðasti skráningardagur

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum fer fram í Þorlákshöfn um helgina í umsjón frjálsíþróttaráðs HSK. Keppt verður í tugþraut í karlaflokki, drengjaflokki og sveinaflokki og sjöþraut í kvenna- og meyjaflokki.
Þá fer fram meistaramót í 4x800m boðhlaupi karla, 4x1500m boðhlaupi karla og 3x800m boðhlaupi kvenna.
Mótið hefst kl. 12:00 á laugardaginn og kl. 10:00 á sunnudaginn. Allar nánari upplýsingar um mótið eru að finna í mótaskránni hér á síðunni og fer skráning fram í mótaforritinu hér á síðunni. Skráningu líkur á miðnætti í kvöld.

FRÍ Author