MÍ í fjölþraut og lengri boðhlaupum, fyrri dagur

Fyrri keppnisdagur á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og lengri boðhlaupum fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi í dag.
Ágætis árangur náðist í mörgum greinum í dag, enda veður ágætt og vindur innan löglegra marka í öllum greinum í þrautinni.
Sveit ÍR varð Íslandsmeistari í 3x800m boðhlaupi kvenna á 7:53,98 mín og karlasveit Breiðabliks sigraði í 4x800m boðhlaupi karla á 8:33,52 mín.
Halldór Lárusson FH hefur forystu í tugþraut karla, er kominn með 3281 stig.
Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss hefur forystu í sjöþraut kvenna með 2679 stig.
Í tugþraut drenga hefur Einar Daði Lárusson ÍR örugga forystu með 3724 stig.
Jón Kristófer Sturluson Breiðabliki hefur forystu í tugþraut sveina og Guðrún María Pétursdóttir í sjöþraut meyja.
 
Hægt er að sjá úrslit dagsins í mótaforritinu hér á síðunni.
Seinni dagur mótins hefst svo kl. 10:00 í fyrramálið.
 

FRÍ Author