MÍ í 5 km götuhlaupum og 99. Víðavangshlaup ÍR

Hlaupið er í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Rásmark er við Ráðhús Reykjavíkur, hlaupið upp Tjarnargötuna, til vinstri inn á Skothúsveg, kringum syðri hluta Tjarnarinnar, beygt til vinstri og meðfram Hringbraut, þaðan inn á Fríkirkjuveg, beygt til vinstri inn á Vonarstræti og það hlaupið til enda. Beygt til vinstri og upp Suðurgötuna, inn á Skothúsveg, aftur kringum syðri hluta Tjarnarinnar, beygt til vinstri og meðfram Hringbraut, þaðan inn á Fríkirkjuveg og hann hlaupinn að Skothúsvegi, beygt inn á Skothúsveg, beygt af honum til hægri inn á Tjarnargötu og niður Tjarnargötuna en markið er við Ráðhúsið Reykjavíkur. Kort af Víðavangshlaupi ÍR [PDF] eða [gagnvirkt].
 
Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið árið 1916 og þá að enskri fyrirmynd, en síðan þá hefur það verið árviss viðburður og á sinn hátt nauðsynlegur hluti af hátíðarhöldum Reykjavíkur. Hlaupið er sá íþróttaviðburður á Íslandi sem á sér lengsta samfelda sögu þó með breyttum hlaupaleiðum, en fyrstu hlaupin fóru fram svæðinu þar sem Íslensk erfðagreining stendur nú.

FRÍ Author