MÍ fyrri dagur, Kristbjörg Helga bætti íslandsmetið og Bergur Ingi setti meistaramótsmet 5

Aðalheiður María Vigfúsdóttir kastaði einnig yfir gamla metinu og bætti sinn besta árangur um 1,40 metra, en hún varð í öðru sæti með 51,25m. Sandra Pétursdóttir varð í þriðja sæti, kastaði 49,43m. María Ósk Felixdóttir varð í fjóðra sæti og bætti eigið meyjamet (15-16 ára) með því að kasta 37,77m.
Það má segja að sleggjukastkeppnin hafi verið hápunktur fyrri keppnisdags, því Bergur Ingi Pétursson FH kastaði mjög vel í dag og hann stórbætti meistaramótsmetið í sleggjukasti karla, kastaði lengst 72,92m, en gamla metið var 66,28m í eigu Guðmundar Karlssonar, en það var einnig íslandsmet, þar til Bergur Ingi bætti það á sl. ári. Bergur kastaði fjórum sinnum yfir 70 metra í dag. Þessi árangur Bergs var besti árangur mótsins í dag, en hann gefur 1068 stig skv. stigatöfu IAAF.
 
Aðstæður fyrir hlaupa- og stökkgreinar voru ekki eins góðar og fyrir sleggjukast í dag, enda strekkingsvindur inná aðalvellinum allt mótið.
Silja Úlfarsdóttir FH vann tvær greinar í dag, 100 (12,26s) og 400m hlaup (56,05s), auk þess sem hún tryggði boðhlaupssveit FH sigur, sjónarmun á undan sveit Breiðabliks með góðum endaspretti eftir aðeins mislukkaða síðustu skiptingu. Silja hefur gefið það út að þetta sé hennar síðasta alvöru mót og hún ætlar greinilega að kveðja frjálsíþróttavöllinn með stæl, en hún keppir í 200m á morgun og 4x400m boðhlaupi. Sveinn Elías Elíasson Fjölni vann einnig tvær greinar á mótinu í dag, 100 (11,06s) og 400m hlaup (49,56s).
Aðrir íslandsmeistarar í dag urðu:
Konur:
100m grindahl.: Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki, 14,71s.
1500m: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni, 4:40,97mín.
Langstökk: Hafdís Sigurðardóttir HSÞ, 6,00m.
Stangarstökk: Vilborg Jóhannsdóttir UMSS. 3,07m.
Spjótkast: Sigrún Fjeldsted FH, 46,78m.
Karlar:
110m grindahl.: Ólafur Guðmundsson HSÞ, 15,60s (áætlaður tími, tímataka misfórst).
1500m: Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ, 4:06,41mín.
3000m hindrun: Stefán Guðmundsson, Breiðabliki, 10:02,46mín.
Langstökk: Kristinn Torfason FH, 7,14m.
Hástökk: Gunnar Örn Hólmfríðarson, UMSE, 1,85m.
Spjótkast: Jón Ásgrímsson FH, 65,45m.
4x100m boðhl.: Sveit FH, 43,34s.
 
FH hefur örugga forystu í keppninni um Íslandsmeistaratitil félagsliða eftir fyrri dag með samtals 23323 stig, ÍR er í öðru sæti með 13303 stig og Breiðablik í þriðja sæti með 12590 stig. FH hefur mikla yfirburði í stigakeppni karla, en lið ÍR og Breiðabliks eru ekki langt á eftir FH í stigakeppi kvenna.
Keppt er um Íslandmeistaratitil félagsliða í bæði karla og kvennaflokki og í samanlagðri stigakeppni beggja kynja.
 
Heildarúrslit fyrri dags eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni: www.mot.fri.is
 
Seinni keppnisdagur fer svo fram á morgun frá kl. 14:00-16:30 á Laugardalsvelli.
Undanrásir í 200m hlaupi kvenna og karla fara fram kl. 12:00
 

FRÍ Author