MÍ 2015 dagur tvö. Góður árangur á síðari degi á MÍ – aldursflokkamet, bætingar og árangur yfir 1000 stig

 Í heildarstigakeppni mótsin hlaut lið ÍR flest stig, lið FH var í öðru sæti og lið Breiðabliks í því þriðja. Í karlakeppninni sigraði lið FH, lið ÍR var í öðru sæti og lið UFA í því þriðja. Í kvennakeppninni hlaut lið ÍR flest stig, lið FH var í öðru sæti og lið Breiðblik í því þriðja. Góðir gestir frá Færeyjum tóku þátt á mótinu og voru mjög ánægðir með góðar aðstæður til keppni og góða framkvæmd mótsins hjá Breiðablik og ÍR. Samhliða MÍ fór fram Íslandsmót fatlaðra íþróttamanna sem gekk mjög vel að framkvæma og mikla ánægju að finna frá öllum með samstarfið. Stjór FRÍ þakkar Breiðablik og ÍR fyrir vel skipulagt og framkvæmt mót. 
 
Sigurvegarar dagsins:
Thelma Lind Kristjánsdóttir þrístökki kvenna – 11,63m
Ingi Rúnar Kristinsson, stangarstökk karla – 4,30m
Arna Stefanía Guðmundsdóttir , 400 grind – 59,62 sek ( 1033 stig)
Ívar Kristinn Jasonarson, 400 grind – 54,59 sek
Ásdís Hjálmsdóttir, kringlukast – 49,31 sek
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, hástökk – 1,63m
Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarp – 18.28m (1018 stig)
Stefán Velemir, kúluvarp – 18,00m (1002 stig) silfur – aldursflokkamet U23
Aníta Hinriksdóttir, 800m – 2:05,38 (1060 stig)
Kristinn Þór Kristinsson, 800m – 1:53,03
Hafdís Sigurðardóttir, 200m – 24,43 sek
Ásdís Hjálmsdóttir, kúla – 14,74m
Andrea Kolbeinsdóttir, 3000m – 10:09,74
Arnar Pétursson, 5000m – 15:58,19
Guðni Valur Guðnason, kringlukast – 55,90m
Boðhlaup 4x400m, ÍR sveit kvenna – 4:08,01 min.
Boðhlaup 4x400m, FH sveit karla – 3:29,40 min. 

FRÍ Author