MÍ 2015. Góður árangur á fyrri degi MÍ – mótsmet, aldursflokkamet, bætingar og árangur yfir 1000 stig í fjölda tilfella.

 Guðmundur Heiðar Guðmundsson (FH) steig næstur á stokk og sigraði í 110m grind á 15,27sek. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sýndi enn og aftur mikið öryggi í langstökkinu með fjögur stökk yfir 6,30m , lengst 6,39m ( 1071stig). Arna Stefanía Guðumndsdóttir (FH) sigraði 100m grind á góðum tíma 14,14sek. (1001 stig). Hulda Þorsteinsdóttir (ÍR) sigraði í stangarstökki með góðu stökki 4,22m (1020 stig). Stefán Þór Jósefsson (UFA) sigraði í hástökki karla, 1,82m. Sæmundur Ólafsson (ÍR) sigraði í 3000m hirdrun, 10:03,42. Ásdís Hjálmsdóttir (Á) sigraði spjótkastið með yfirburðum, 55,38m. Kolbeinn Höður Gunnarsson (UFA) sigraði í 100m á tímanum 10,89 sek og sínu ársbesta. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) sigraði í 100m á tímanum 12,02sek. (988 stig). Þorsteinn Ingvarsson (ÍR) sigraði í langstökki karla með stökki upp á 7,39m (998 stig). Kormákur Ari Hafliðason (FH) sigraði í 400m á 48,84sek og Arna Strefanía Guðmundsdóttir (FH) sigraði í 400m með persónulegri bætingu 54,54 sek (1030 stig) í hörku keppni við Anítu Hinriksdóttur (ÍR) sem kom í mark á 55,26sek (1003 stig). Guðmundur Sverrisson (ÍR) sigraði með yfirburðum í spjótkast karla með kasti upp á 74,19m (1011 stig). Sigurbjörn Árni Arngrímsson Sigraði í 1500m á tímanum 4:10,36 og María Birkisdóttir í 1500m kvenna á 4:42,84. Fyrri keppnisdegi á MÍ lauk svo með keppni í 4x100m boðhlaupi. Sveit FH sigraði í 4x100m boðhlaupi karla á tímanum 42,58sek og sveit FH sigraði einnig í kvennaflokki á tímanum 49,87 sek.
 
Nánar um úrslit mótsins – sjá Þór, mótafirrit FRÍ
 
Keppni á síðari degi MÍ hefst í dag á Kópavogsvelli kl. 11:00 með riðlakeppni í 200m hlaupi kvenna og karla og lýkur með keppni í 4x400m boðhlaupi kvenna og karla kl. 16:00.

FRÍ Author