MÍ 15-22 hefst í dag

Frjálsíþróttamaður ársins, að mati fjölmiðla, Helga Margrét Þorsteinsdóttir mun keppa á mótinu og verður spennandi að sjá hana á brautinni, þar sem hún keppir meðal annars í kúluvarpi og 800m hlaupi.Fleiri efnilegir keppendur eru skráðir til leiks og má þar helst nefna Maríu Rún Gunnlaugsdóttur úr Ármanni og Sveinbjörgu Zophoníasdóttur frá USÚ. Þær keppa báðar í flokki ungkvenna 17-18ára og hafa getið sér gott orðspor sem efnilegar sjöþrautakonur.
 
Frjálsíþróttadeild Fjölnis sér um framkvæmd mótsins í ár, í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Frjálsíþróttadeild Ármanns.
 
·         Keppni hefst kl. 11:00 á laugardag
·         Keppni lýkur kl. 16:00 á laugardag
·         Keppni hefst að nýju kl. 9:30 á sunnudag
·         Keppni lýkur kl. 16:00 á sunnudag.
 
Úrslit frá mótinu má nálgast á mótaforriti FRÍ
 

FRÍ Author