MÍ 15-22 ára; ÍR ingar Íslandsmeistarar, Helga Margrét vann átta greinar

Meistaramóti Íslands 15-22 ára lauk á Sauðárkróksvelli í dag, en 146 keppendur frá 18 félögum tóku þátt í mótinu um helgina.
ÍR ingar sigruðu í stigakeppni mótins og eru því Íslandsmeistarar félagsliða 15-22 ára 2008. ÍR hlaut samtals 409 stig, lið FH varð í örðu sæti með 314 stig og UFA varð í þriðja sæti með 222 stig.
ÍR sigraði stigakeppnina í fjórum flokkum af sex eða í meyjaflokki, sveinaflokki, drengjaflokki og ungkvennaflokki. Ármann sigraði í stúlknaflokki og Breiðablik í ungkarlaflokki.
 
Tvö aldursflokkmet féllu á mótinu, Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni bætti eigið met í kúluvarpi stúlkna, en hún varpaði 13,21 metra og bætti gamla metið um 34 sm. Þá bætti Örn Davíðsson FH drengjametið í kúluvarpi með 5,5kg kúlu, Örn varpaði 16,96 metra og bætti met Vigfúsar Dan Sigurðssonar sem var 16,71 metrar frá 1999.
Það má segja að maður mótins hafi verið hin fjölhæfa sjöþrautarkona, Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni, en hún keppti í níu greinum í stúlknaflokki og sigraði í átta þeirra og varð þriðja í níundu greininni og bætti eitt met í leiðinni. Helga vann eftirfarandi greinar: 100m, 200m, 100mgr, hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp og kringlukast.
* Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ varð Íslandsmeistari í fimm greinum í meyjaflokki
(langstökki, þrístökki, spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi).
* Örn Dúi Kristjánsson UFA vann fjórar greinar í sveinaflokki (400m, 100mgr, 300mgr
og þrístökk).
* Örn Davíðsson FH sigraði allar fjórar kastgreinar í drengjaflokki.
* Þosteinn Ingvarsson HSÞ vann fjórar greinar í ungkarlaflokki (langstökk, stöng,
100mgr og kúluvarp.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ varð þrefaldur íslansmeistari í ungkvennaflokki
(400m, langstökk og þrístökk).
 
Mótið gekk vel, en töluverður vindur gerði keppendum erfitt fyrir í gær eins og sjá má á vindmælingu í spetthlaupum og stökkgreinum í úrslitum mótsins.
 
Heildarúrslit eru að finna á www.mot.fri.is
 
Myndin hér fyrir neðan er af Íslandsmeistaraliði ÍR 15-22 ára 2008 taka við sigurlaunum sínum á Sauðárkróksvelli. (Mynd: Helgi Kristófersson)

FRÍ Author