MÍ 15-22 ára á Sauðárkróki um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram á Sauðárkróki í umsjón UMSS um helgina.
147 keppendur frá 18 félögum og héraðssamböndum eru skráðir til leiks á mótinu.
Flestir keppendur komar frá ÍR eða 38, 23 eru skráðir frá FH og 17 frá UFA.
 
Mótið fer fram á laugardaginn frá kl. 13:00-17:40 og á sunnudaginn frá kl. 10:00-15:10.
Keppt er í þremur aldursflokkum beggja kynja, 15-16 ára (meyjar/sveinar), 17-18 ára (stúlkur/drengir) og 19-22 ára (ungkonur/ungkarlar). Mótið er bæði einstaklingskeppni og stigakeppni milli félaga í öllum aldursflokkum, þar sem keppt verður um Íslandsmeistaratitil félagsliða í öllum aldursflokkum og í heildarstigakeppni.
 
Verið er að vinna að uppsetningu leikskrár fyrir mótið og verður hún tilbúin seinna í dag og verður þá hægt að skoða hana í mótaforritinu hér á síðunni, þar sem úrslit verða færð inn um helgina; www.mot.fri.is
 
Sjá nánari upplýsingar um MÍ 15-22 ára undir mótaská hér á síðunni.

FRÍ Author