MÍ 15-22 ára. Glæsilegt meistaramót – 131 persónulegt met og 35 mótsmet

Mótið gekk vel fyrir sig, tímaseðill stóðst og setti þulur mótsins líflegan svip á mótið. Veðrið lék við mótsgesti og áhorfendur þrátt fyrir smá skúrir á sunnudeginum. Margir bestu og efnilegustu frjálsíþróttamenn landsins á aldrinum 15-22 ára voru þar saman komnir til keppni og var árangur mótsins í heild mjög góður þrátt fyrir að margir væru að keppa í fjölmörgum greinum og að mótvindur hafi gert spretthlaupurum sem og hringhlaupurum erfitt fyrir.
 
Í stigakeppni félaga eftir aldursflokkum – stigameistarar pilta og stúlkna:
Flokkur 20-22 ára : Breiðablik stigameistari í flokki pilta og FH í flokki stúlkna
Flokkur 18-19 ára : ÍR stigameistari í flokki pilta og stúlkna
Flokkur 16-17 ára : ÍR stigameistari í flokki pilta og stúlkna
Flokkur 15 ára : FH stigameistari í flokki pilta og stúlkna.
 
Í heildarstigakeppninni varð Breiðablik í þriðja sæti með 244 stig, FH í öðru sæti með 421 stig og ÍR bar sigur úr býtum í 12. sinn með 511 stig
 
Úrslit mótsins – sjá nánar hér

FRÍ Author