MÍ 12-14 ára – úrslit fyrri keppnisda

Snjólfur Björnsson HSH varð tvöfaldur íslandsmeistari í flokki 14 ára pilta, en hann sigraði í hástökki og 60m hlaupi og varð í öðru sæti í kúluvarpi.
Þá varð Dóróthea Jóhannesdóttir ÍR einnig íslandsmeistari í tveimur greinum í flokki 14 ára teplna í dag, en hún sigraði einnig í hástökki og 60m hlaupi.
 
ÍR hefur yfirburða forystu í heildarastigakeppni milli liða, hefur hlotið samtals 252 stig eftir fyrri dag, lið HSK er í öðru sæti með 91,5 stig og lið Umf.Selfoss eru í þriðja sæti með 73,5 stig. ÍR leiðir stigakeppni í fjórum flokkum af sex eða í flokkum 14 ára pilta og telpna, 13 ára telpna og 12 ára stráka. Lið Breiðabliks hefur forystu í flokki 13 ára pilta og lið Umf.Selfoss í flokki 12 ára stelpna.
 
Seinni keppnisdagur hefst svo kl. 10:00 í fyrramálið og er áætlað að keppni ljúki um kl. 15:00.
Að keppni lokinni á morgun fer fram verðlaunaafhending fyrir stigakeppni mótsins.
 
Úrslit fyrri keppnisdags eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author