MÍ 11-14 ára og MÍ öldunga um helgina 5

Meistaramót 11 til 14 ára fer fram á Höfn í Hornarfirði um helgina.Alls eru um 200 þátttakendur skráðir til leiks.Samhliða mótinu fer fram keppni í þrístökki kvenna þar sem Jóhanna Ingadóttir mun reyna við nýtt íslenskt met í greininni.

Einnig fer fram um helgina Meitaramót Íslands í öldungaflokkum á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Til leiks mæta allar helstu kempur lands í frjálsíþróttum 35 ára og eldri og þar með talið hinn sí ungi Fáskrúðsfirðingur Sigurður Haraldsson, nýkrýndur Norðurlanda- og heimsmeistari í sínum flokki.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótanna á Mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author