MÍ 11-14 ára fært til 16.-17. ágúst

Samþykkt var á þingi FRÍ um sl. helgi að breyta dagsetningu á MÍ 11-14 ára, sem fram átti að fara á Laugum 30.-31. ágúst og færa það fram til 16.-17. ágúst. Mótshaldari HSÞ hefur þegar staðfest að þessi breyting geti gengið af þeirra hálfu og fer mótið því fram á Laugum þessa helgi.
 
Eins og fram kom í fyrri frétt frá þinginu var einnig samþykkt að bæta 11 ára aldursflokki inn í mótið, þannig að nú heitir mótið MÍ 11-14 ára og verður keppt í sömu keppnisgreinum í flokki 11 ára stráka og stelpna og í 12 ára flokki stráka og stelpna. Þessi breyting tekur strax gildi, þannig að keppt verður í flokki 11 ára á mótinu í sumar.

FRÍ Author