MÍ 11-14 ára – Tvö met og ÍR íslandsmeistarar félagsliða

Lið ÍR sigraði örugglega heildarstigakeppnina á MÍ 11-14 ára sem lauk í Laugardalhöllinni síðdegis í dag og eru því íslandsmeistarar félagsliða 11-14 ára innanhúss 2009. ÍR hlaut samtals 508,3 stig, lið UMSE varð í öðru sæti með 296,5 stig og HSK varð í þriðja sæti með 279,3 stig.
Í einstökum aldursflokkum urðu eftirfarandi félög/héraðssambönd íslandsmeistarar félagsliða:
11 ára strákar: Afturelding
11 ára stelpur: UMSS
12 ára strákar: Breiðablik
12 ára stelpur: UMSE
13 ára piltar: UMSE
13 ára telpur: ÍR
14 ára piltar: Breiðablik
14 ára telpur: ÍR
 
Tvö met voru bætt á mótinu um helgina, bæði í 4x200m boðhlaupi. Telpnasveit ÍR sigraði 4x200m boðhlaup á 1:50,70 mín og bætti metið um 3,35 sek. Sveitina skipuðu þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Elísa Pálmadóttir, Kristín Lív Jónsdóttir og Margrét Lilja Arnarsdóttir. Það var einnig sveit A- sveit ÍR sem sigraði í 4x200m boðhlaupi pilta og bætti í leiðinni metið í aldursflokknum um 89/100 úr sek., en sveitin hljóp á 1:47,62 mín. Sveitina skipuðu þeir Benedikt Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Sæmundur Ólafsson og Pétur Gunnarsson.
 
Góð stemming var á mótinu um helgina, en alls tóku 376 keppendur frá 19 félögum og héraðssamböndum þátt að þesssu sinni, sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Mótið gekk vel í framkvæmd, en það var frjálsíþróttadeild Fjölnis sem sá um framkvæmdina að þessu sinni.
 
Heildarúrslit, bæði í einstökum greinum og í stigakeppni milli félaga eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
Myndin er að sigurliði ÍR með verðlaunin í mótslok í dag

FRÍ Author