MÍ öldunga

Meistaramót eldri iðkenda innanhúss fór fram í Laugardalshöll s.l. helgi, 8.-9. feb. 2020, undir styrkri stjórn ÍR-inga. Skráðir keppendur voru 58 talsins.
Liðsmenn UFA voru áberandi á mótinu og sigruðu stigakeppnina með 174 stigum. FH varð í öðru sæti með 166 stig og ÍR í því þriðja með 91 stig. Bestum árangri í kvennaflokki náði Anna Sofia Rappich, UFA, (55 ára) er hún hljóp 60 metra á 8,87 sek. og í karlaflokki var það Kristján Gissurarson, Breiðabl., (66 ára) með 9,18 sek. í 60 m hlaupi.
Fjögur aldursflokkamet litu dagsins ljós. Í 45-49 ára sló Malgorzata Sambor Zyrek, Á, eigið met í 200 m hl. þegar hún náði 28,21 sek. Í flokki 60-64 ára náði Hafsteinn Óskarsson að bæta eigið met í 400 m hl. í 60,71 sek. og bæta metið í 800 m hl. niður í 2:26,52 mín. Halldór Matthíasson, ÍR, bætti metið í stangarstökki í flokki 70-74 ára með því að fara yfir 2,70 m