MÍ öldunga fór fram um helgina

Meistaramót Íslands öldunga fór fram um helgina í Laugardalshöll. Keppt var í fjölmörgum greinum og var þátttakan góð.

Helstu úrslit urðu þau að Óskar Hlynsson Fjölni setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 60 m hlaupi í flokki 55-59 ára er hann hljóp á tímanum 7,97 sekúndum. Metið var áður 8,1 sek og var það í eigu Páls Ólafssonar FH, sett þann 16. mars 2001. Óskar setti einnig nýtt Íslandsmet í 200 m hlaupi er hann hljóp á tímanum 26,51 sek. Metið var áður 27,61 sek, sett af Jóni Sigurði Ólafssyni Breiðabliki þann 12. febrúar 2011. Glæsilegur árangur hjá Óskari!

Hlaupakonan Fríða Rún Þórðardóttir ÍR setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 400 m hlaupi í flokki 44-49 ára er hún hljóp á tímanum 70,24 sekúndum. Metið var áður 70,64 sek og var það í hennar eigu frá því í fyrra. Fríða Rún keppti einnig í 800 m og 3000 m hlaupum, stóð sig mjög vel og varð Íslandsmeistari í öllum þremur greinunum.

Kolbrún Stefánsdóttir ÍR setti fjögur Íslandsmet í flokki 65-69 ára kvenna. Hún hljóp 60 m á 11,66 sek, stökk 2,84 m í langstökki með 2,84 m, hljóp 200m á 44,55 sek og varpaði kúlunni 6,90 m í kúluvarpi.

Anna Sofia Rappich UFA var nálægt því að bæta Íslandsmetið í 60 m hlaupi í flokki 50-54 ára er hún hljóp á tímanum 8,89 sek. Metið er 8,74 sek frá árinu 2016 og er það í hennar eigu. Hún var einnig nálægt því að bæta Íslandsmetið í 200 m hlaupi er hún kom fyrst í mark á tímanum 32,17 sek en metið er 31,91 sek en er það í eigu Árneyjar Heiðarsdóttur Óðni.

Þórólfur Ingi Þórsson ÍR kom fyrstur í mark í 3000 m hlaupi í flokki 40-44 ára á tímanum 9:18,73 og jafnaði þar með sinn persónulega árangur. Er þessi tími aðeins 2 sekúndum frá Íslandsmetinu í greininni.

Bestu afrek mótsins, samkvæmt svonefndri WMA prósentu, unnust í 60 m hlaupi. Óskar Hlynsson Fjölni hljóp vegalengdina á 7,97 sekúndum, í flokki 55-59 ára, og Anna Rappich UFA hljóp á 8,89 sekúndum í flokki 50-54 ára.

FH-ingar sigruðu heildarstigakeppnina með miklum yfirburðum. Þeir hlutu samtals 293,0 stig, Ármann hafnaði í 2. sæti með 80,0 stig og ÍR hafnaði í 3. sæti með 76,0 stig. FH sigraði einnig stigakeppnina í karla-og kvennaflokki.

Hér má sjá öll úrslit mótsins.