Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum við Tjaldsvæðið í Laugardal. Keppt er í fimm mismunandi aldursflokkum í 1,5km- 9km hlaupi. Skráning keppenda fer fram hér, hægt að skrá sig þar til klukkutíma fyrir fyrstu ræsingu.
Keppendalistann er hægt að finna hér.
Keppnisflokkar | Vegalengd (u.þ.b.) | Ræst kl. |
---|---|---|
Piltar og stúlkur 12 ára og yngri | 1,5 km | 10:00 |
Piltar og stúlkur 13-14 ára | 1,5 km | 10:15 |
Piltar og stúlkur 15-17 ára | 3 km | 10:30 |
Piltar og stúlkur 18-19 ára | 6 km | 11:00 |
Karlar og konur 20 ára og eldri | 9 km | 11:00 |
Keppt verður bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem þrír skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun en einnig fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður fljótlega eftir að keppni líkur í hverjum flokki.
Start og mark er á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið verður í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.