MÍ í víðavangshlaupum um helgina

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í víðavangshlaupum um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum við Tjaldsvæðið í Laugardal. Keppt er í fimm mismunandi aldursflokkum í 1,5km- 9km hlaupi. Skráning keppenda fer fram hér, hægt að skrá sig þar til klukkutíma fyrir fyrstu ræsingu. 

Keppendalistann er hægt að finna hér.

KeppnisflokkarVegalengd (u.þ.b.)Ræst kl.
Piltar og stúlkur 12 ára og yngri1,5 km10:00
Piltar og stúlkur 13-14 ára1,5 km10:15
Piltar og stúlkur 15-17 ára3 km10:30
Piltar og stúlkur 18-19 ára6 km11:00
Karlar og konur 20 ára og eldri9 km11:00

Keppt verður bæði í einstaklings- og sveitakeppni, þar sem þrír skipa hverja sveit. Fyrstu þrír keppendur í hverjum flokki hljóta verðlaun en einnig fyrsta sveit í hverjum flokki. Verðlaunaafhending verður fljótlega eftir að keppni líkur í hverjum flokki.

Start og mark er á miðju tjaldsvæði Reykjavíkurborgar í Laugardal og hlaupið verður í grasbrekkum og malarstígum þar í kring. Brautin er nokkuð hæðótt.

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í víðavangshlaupum um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit