Meistaramót Íslands í maraþoni 2024 verður haldið samhliða Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara þann 26. október 2024 og eru það Félag maraþonhlaupara og Frjálsíþróttasamband Íslands sem sjá um framkvæmd hlaupsins. Keppt er um Íslandsmeistaratitla í maraþoni karla og kvenna auk titla í aldursflokkum. Við hvetjum alla hlaupara til að taka daginn frá og undirbúa sig vel. Nánari upplýsingar og skráning verður kynnt síðar.