MÍ í hálfu maraþoni

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í hálfu maraþoni

Fimmtudaginn 4. júlí fer Akureyrarhlaupið fram en það hefur verið á hverju ári síðan 1992. Þrjár vegalengdir eru í boði; 5km, 10km og hálft maraþon en keppni í hálfmaraþoni er jafnframt Íslandsmeistaramót í hálfu maraþoni, þar verður keppt um Íslandsmeistaratitla í karla og kvenna flokki en einnig um Íslandsmeistara í aldursflokkum. Athygli er vakin á að einungis íslenskir ríkisborgarar sem eru skráðir í aðildarfélag innan FRÍ geta orðið Íslandsmeistarar og/eða Íslandsmeistarar í aldursflokki. Þátttakendur sem stefna á sigur eru hvattir til þess að huga að því að vera skráðir í aðildarfélag og að klæðast aðildabúning á keppnisdag. Ef Íslandsmet er sett þá er gerð krafa um lyfjapróf.

Upplýsingar um bestu tíma í aldursflokkum er að finna á topplista afrekaskrár FRÍ. 

Hlaupið hefst kl. 19:00 og er rás- og endamark við menningarhúsið Hof. Hlaupið um eyrina og meðfram ströndinni í átt að flugvellinum. Tímataka.is mun annast tímatöku í hlaupinu og verða úrslit því birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar á hlaup.is og í afrekaskrá FRÍ.

Skráning fer fram á netskráning.is en hægt verður að skrá sig í World Class á keppnisdegi frá kl. 17:00-18:30 og þá eru öll keppnisgjöd 1000 kr dýrari.

  • 5 km I 2.500 kr í forskráningu – 3.500 kr á keppnisdag
  • 10 km I 3.500 kr í forskráningu – 4.500 kr á keppnisdag
  • Hálfmaraþon I 5.500 kr í forskráningu – 6.500 kr á keppnisdag
  • 18 ára og yngri greiða aðeins 1.500 kr í allar vegalengdir í forskráningu en 2.500 kr á keppnisdag

Nánari lýsingar og kort af hlaupaleiðum er að finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í hálfu maraþoni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit