MÍ í fjölþrautum um helgina

Penni

2

min lestur

Deila

MÍ í fjölþrautum um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika. Það eru 36 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason (UMSS) og María Rún Gunnlaugsdóttir (FH) voru sigurvegarar í fyrra í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna.

Það verður spennandi einvígi milli Ísaks Óla og Dags Fannars Einarssonar (ÍR) í sjöþraut karla í ár en þeir eru aðeins tveir skráðir til leiks. Dagur Fannar varð Íslandsmeistari í sjöþraut í flokki 18-19 ára í fyrra og hlaut þá 4777 stig. Hann á best 4239 í sjöþraut karla frá árinu 2019 og er þetta hans fyrsta sjöþraut í karlaflokki á Íslandsmeistaramóti. Hann er nú þegar kominn með lágmark á NM í þraut sem fram fer í Seinäjoki, Finnlandi í byrjun sumars. 

Í kvennaflokki er Þórdís Eva Steinsdóttir (FH) eina konan skráð til leiks en hún varð önnur í fimmtarþraut kvenna í fyrra. Þórdís á best 3805 stig.

Í unglingaflokkunum eru sterkir keppendur skráðir til leiks. Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA) og Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) eru skráðar til leiks. Glódís er á eldra ári í 18-19 ára flokki en það var Birna Kristín Kristjánsdóttir sem sigraði í þessum aldursflokki í fyrra. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 16-17 ára flokki en hún sigraði þann aldursflokk í fyrra og hefur því titil að verja. Hún á best 3323 stig í fimmtarþraut í þessum aldursflokki. Júlía er nú þegar komin með lágmark á NM í þraut og í 100 m. grindahlaupi á EM U18 sem fram fer í Jerúsalem í sumar. 

Keppnisgreinar og aldursflokkar:

  • Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
  • Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
  • Sjöþraut pilta 16-17 ára
  • Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára
  • Sjöþraut pilta 18-19 ára
  • Fimmtarþraut stúlkna 18-19 ára
  • Sjöþraut karla
  • Fimmtarþraut kvenna

Hér má sjá lágmörk fyrir NM í þraut.

Hér má sjá tímaseðil og úrslit.

Penni

2

min lestur

Deila

MÍ í fjölþrautum um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit