MÍ í fjölþrautum um helgina

MÍ í fjölþrautum um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika. Það eru 36 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason (UMSS) og María Rún Gunnlaugsdóttir (FH) voru sigurvegarar í fyrra í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna.

Það verður spennandi einvígi milli Ísaks Óla og Dags Fannars Einarssonar (ÍR) í sjöþraut karla í ár en þeir eru aðeins tveir skráðir til leiks. Dagur Fannar varð Íslandsmeistari í sjöþraut í flokki 18-19 ára í fyrra og hlaut þá 4777 stig. Hann á best 4239 í sjöþraut karla frá árinu 2019 og er þetta hans fyrsta sjöþraut í karlaflokki á Íslandsmeistaramóti. Hann er nú þegar kominn með lágmark á NM í þraut sem fram fer í Seinäjoki, Finnlandi í byrjun sumars. 

Í kvennaflokki er Þórdís Eva Steinsdóttir (FH) eina konan skráð til leiks en hún varð önnur í fimmtarþraut kvenna í fyrra. Þórdís á best 3805 stig.

Í unglingaflokkunum eru sterkir keppendur skráðir til leiks. Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA) og Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) eru skráðar til leiks. Glódís er á eldra ári í 18-19 ára flokki en það var Birna Kristín Kristjánsdóttir sem sigraði í þessum aldursflokki í fyrra. Júlía Kristín Jóhannesdóttir keppir í 16-17 ára flokki en hún sigraði þann aldursflokk í fyrra og hefur því titil að verja. Hún á best 3323 stig í fimmtarþraut í þessum aldursflokki. Júlía er nú þegar komin með lágmark á NM í þraut og í 100 m. grindahlaupi á EM U18 sem fram fer í Jerúsalem í sumar. 

Keppnisgreinar og aldursflokkar:

  • Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
  • Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
  • Sjöþraut pilta 16-17 ára
  • Fimmtarþraut stúlkna 16-17 ára
  • Sjöþraut pilta 18-19 ára
  • Fimmtarþraut stúlkna 18-19 ára
  • Sjöþraut karla
  • Fimmtarþraut kvenna

Hér má sjá lágmörk fyrir NM í þraut.

Hér má sjá tímaseðil og úrslit.

Penni

2

min lestur

Deila

Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Fimm Íslendingar keppa á Bauhaus Junioren-Gala sem fram fer í Mannheim í Þýskalandi um helgina. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. 
Um helgina fór fram 96. Meistaramót Íslands í Kaplakrika. Hilmar Örn Jónsson (FH) og Tiana Ósk Whitworth (ÍR) voru með stigahæstu afrek kvenna og karla samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttaambandsins.
Þrír Íslendingar keppa á EM U18 sem fer fram í Jerúsalem, Ísrael dagana 4.-7. Júlí.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

MÍ í fjölþrautum um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit