MÍ í fjölþrautum og seinni dagur á Bauhaus Junioren Gala

Guðbjörg Jóna, Tiana Ósk og Þórdís Eva kepptu í 200m hlaupi í Mannheim í dag. Guðbjörg Jóna varð í 4. sæti á 23,64 sek, Tiana Ósk í 19. sæti á 24,44 sek og Þórdís Eva í 25. sæti á 24,80 sek. Tími Guðbjargar Jónu er sá næst besti hjá íslenskri konu frá upphafi og Þórdís Eva með bætingu utanhúss.

 

Á MÍ í fjölþrautum varði Ingi Rúnar Íslandsmeistaratitillinn sinn í karlaflokki. Keppni í dag hófst á 110 metra grindarhlaupi þar sem Ísak Óli kom fyrstur í mark. Þar á eftir tók Ingi Rúnar tvo sigra í röð í kringlukasti og stangarstökki og tók þar með forystuna. Hann hélt henni svo allt til loka og endaði með 6677 stig. Ísak Óli varð annar með 6464 stig og Benjamín Jóhann þriðji með 6353 stig.

Í flokki pilta 18-19 ára sigraði Reynir Zoëga með 4887 stig og í flokki 16-17 ára pilta sigraði Ragúel Pino með 5834 stig.

Í sjöþraut stúlkna 16-17 ára sigraði Katla Rut með 3998 stig.