Á morgun fer fram Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Það eru um 400 keppendur skráðir í hlaupið og þar á meðal landsliðkonan Andrea Kolbeinsdóttir og landsliðsmaðurinn Hlynur Andrésson.
Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu kl. 12:00. Skráning á vefnum er opin til 11:00 á hlaupdag. Gögn verða afhent í Ráðhúsi Reykjavíkur hlaupdag á milli kl. 9:00 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk. Í götuhlaupum á vegum Frjálsíþróttadeildar ÍR gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, World Athletics, um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands og reglur FRÍ um framkvæmd götuhlaupa.
Úrslit hlaupsins verða birt hér.