MÍ í 5 km götuhlaupi og Víðavangshlaup ÍR

MÍ í 5 km götuhlaupi og Víðavangshlaup ÍR

Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl fer eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins fram í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar sem götum er lokað og hlauparar fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig. Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi. Samhliða Víðavangshlaupinu fer jafnframt fram 2,7 km skemmtiskokk.

Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu kl. 12:00. 

Skemmtiskokkið er ræst í Lækjargötunni fyrir framan MR. kl. 12:10

Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar.

Hlaupið er ræst í Pósthússtræti, hlaupið að Trygvagötu og þaðan upp Hverfisgötu. Beygt til hægri inn Barónstíg og Laugarvegur hlaupinn til baka að Fríkirkjuvegi. Hlaupið er framhjá Tjörninni út á Gömlu Hringbraut og snúið við hjá BSÍ. Hlaupið til baka að Tjörninni, beygt til vinstri hjá Skothúsvegi, hægri inn á Tjarnargötu og í gegnum Austurvöll inn í endamarkið sem er í Pósthússtræti.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Baldvin Þór Magnússon (UFA) varð þrefaldur svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) um helgina. Á föstudag keppti Baldvin í 10.000 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 30:14,23 mín. Það er persónuleg bæting en hann hefur ekki keppt í þessari vegalengsd á braut síðan 2019.
Langhlaupanefnd FRÍ stendur fyrir námskeiði ætlað hlaupaþjálfurum dagana 3. og 5. júní. Leiðbeinandi er Max Boderskov, cand.scient í íþróttum og sérfræðingur í hlaupum og hlaupaþjálfun. Max er höfundur að námskeiðum varðandi hlaupaþjálfun í Danmörku, reynslumikill hlaupari, fyrirlesari og hlaupaþjálfari.
Úthlutað hefur verið úr Afreksjóði FRÍ fyrir árið 2022. Að þessu sinni var úthlutað 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ hér.

Engjavegi 6, 104 Reykjavík

fri@fri.is  +354 514 4040

Kt 560169-6719

@fri2022

MÍ í 5 km götuhlaupi og Víðavangshlaup ÍR

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit