Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl fer eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins fram í hjarta borgarinnar og liggur hlaupaleiðin um miðbæinn. Víðavangshlaup ÍR er eitt af fáum götuhlaupum landsins þar sem götum er lokað og hlauparar fá tækifæri til að leggja þær óáreittir undir sig. Víðavangshlaup ÍR er jafnframt Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi. Samhliða Víðavangshlaupinu fer jafnframt fram 2,7 km skemmtiskokk.
Hlaupið er ræst í Pósthússtrætinu kl. 12:00.
Skemmtiskokkið er ræst í Lækjargötunni fyrir framan MR. kl. 12:10
Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar.
Hlaupið er ræst í Pósthússtræti, hlaupið að Trygvagötu og þaðan upp Hverfisgötu. Beygt til hægri inn Barónstíg og Laugarvegur hlaupinn til baka að Fríkirkjuvegi. Hlaupið er framhjá Tjörninni út á Gömlu Hringbraut og snúið við hjá BSÍ. Hlaupið til baka að Tjörninni, beygt til vinstri hjá Skothúsvegi, hægri inn á Tjarnargötu og í gegnum Austurvöll inn í endamarkið sem er í Pósthússtræti.