00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

MÍ í 10 km á morgun

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í 10 km á morgun

Á morgun fer fram Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi samhliða Ármannshlaupinu. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata og hraða braut þar sem margir hlauparar hafa náð sínum besta tíma. Framkvæmd hlaupsins er í höndum frjálsíþróttadeildar Ármanns.

Ræst er í Skarfagörðum klukkan 20:00. Þaðan er hlaupið um Klettagarða, inn Korngarða aftur að Skarðagörðum. Þaðan er haldið á göngustíg sem liggur upp Lauganesið að Sæbraut og hlaupið á göngustíg að Hörpu. Þar er snúið við og hlaupið á hjólastíg til baka aftur. Sama leið er hlaupin frá Laugarnesi og niður í Skarfagarða þar sem endamarkið stendur við verslun Icewear. Brautin er bein, hröð og afar flöt.

Afhending keppnisnúmera fer fram dagana 4. og 5. júlí milli kl. 16:00 – 18:00 í Ármannsheimilinu Engjavegi 7, 104 Reykjavík. 

Einnig verður hægt að nálgast hlaupanúmer á hlaupadegi milli kl. 16:00-19:00 í námunda við rásmarkið í Skarfagörðum.

Keppt er til verðlauna í eftirfarandi aldursflokkum:

  • 18 ára og yngri
  • 19-29 ára 
  • 30-39 ára 
  • 40-49 ára 
  • 50-59 ára
  • 60-69 ára
  • 70 ára og eldri

Heimasíðu mótsins má finna hér. Úrslit hlaupsins í rauntíma má finna hér. 

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í 10 km á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit