MÍ dagur 3: Fjögur meistaramótsmet á síðasta keppnisdegi MÍ

Penni

3

min lestur

Deila

MÍ dagur 3: Fjögur meistaramótsmet á síðasta keppnisdegi MÍ

Það ringdi meistaramótsmetum á síðasta keppnisdegi Meistaramóts Íslands sem fór fram á ÍR vellinum um helgina.

Guðni Valur Guðnason (ÍR) bætti 29 ára gamalt meistaramótsmet Vésteins Hafsteinssonar í kringlukasti karla. Guðni kastaði kringlunni 64,43 metra en fyrra metið var 62,34m. Í öðru sæti var Mímir Sigurðsson (FH) með 53,43m og Ingvi Karl Jónsson í þriðja sæti með 47,61m.

Guðni Valur sigraði einnig í kúluvarpi karla með kasti upp á 18,07 metra. í öðru sæti var Sindri Lárusson (UFA) með 16,24m. Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) var þriðji á persónulegri bætingu upp á 16,00m

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) bætti eigið meistaramótsmet í kúluvarpi kvenna er hún kastaði 16,83m Fyrra met hennar var 16,54m. Í öðru sæti var Irma Gunnarsdóttir (FH) með 13,14m og Andís Diljá Óskarsdóttir (FH) var í þriðja með 11,29m.

Irma Gunnarsdóttir bætti meistaramótsmetið í þrístökki kvenna en fyrra metið átti hún sjálf. Irma stökk lengst 13,07m en fyrra metið var 12,89m. Í öðru sæti var Svanhvít Ásta Jónsdóttir (FH) með 11,68m og í þriðja sæti var hin unga og enfilega Anna Metta Óskarsdóttir (Selfoss) með 10,97m sem er persónuleg bæting.

Baldvin Þór Magnússon (UFA) sigraði með miklum yfirburðum og á nýju meistaramótsmeti í 5000m hlaupi karla. Baldvin kom í mark á tímanum 13:56,91 mín. en fyrra metið átti Hlynur Andrésson og var það 14:13,92 mín, sett á síðasta ári. Valur Elli Valsson (FH) var annar á tímanum 16:09,41 mín. sem er persónuleg bæting. Í þriðja sæti var Bjarki Fannar Benediktsson (FH) einnig á persónulegu meti, 17:12,04 mín.

Í 200m hlaupi kvenna var það Íslandsmethafinn, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, (ÍR) sem sigraði á tímanum 24,48 sek. Guðbjörg varð fjórfaldur Íslandsmeistari um helgina en hún sigraði í 100 og 200m og báðum boðhlaupunum með sveitum ÍR. Í öðru sæti í 200m hlaupi var Ísold Sævarsdóttir (FH) sem raðaði inn verðlaunum í dag. Ísold hljóp á tímanum 25,60 sek. Í þriðja sæti var Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (ÍR) á tímanum 25,68 sek.

Karlamegin var það Kristófer Þorgrímsson (FH) sem kom fyrstur í mark á tímanum 22,18 sek. Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) var annar líkt og í 100m hlaupinu á tímanum 22,42 sek. Það var sjónarmunur á öðru og þriðja sætinu en Sæmundur Ólafsson (ÍR) var þriðji á sama tíma, 22,42 sek.

Í hástökki kvenna var Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) sem sigraði í keppninni og jafnaði sinn persónulega árangur. Helga stökk 1,77m í loka tilrauninni sinni. Birta María Haraldsóttir varð önnur með 1,74m og Hlín Guðmundsdóttir (FH) í því þriðja með 1,65m.

Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) varð þrefaldur Íslandsmeistari um helgina en hún sigraði í 5000m hlaupi í dag og var alveg við sitt besta. Andrea kom í mark á tímaum 16:36,15 mín. Íris Anna Skúladóttir (FH) kom önnur í mark á nýju persónulegu meti, 17:04,68 mín. Íris Dóra Snorradóttir (FH) var þriðja, einnig á persónulegri bætingu, 17:38,05 mín.

Kristín Karlsdóttir (FH) sigraði í kringlukasti kvenna með kasti upp á 49,82m. Hera Christensen varð önnur með 47,65m og Katharina Ósk Emilsdóttir var þriðja með 42,07m.

Í 400m grind kvenna var aðeins einn keppendi og var það Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) sem varð Íslandsmeistari í greininni á tímanum 66,20 sek.

Karlamegin var það Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) sem sigraði í hlaupinu á tímanum 52,60 sek. Í öðru sæti var Daði Arnarson á tímanum 57,09 mín.

Karen Sif Ársælsdóttir (Breiðablik) sigraði í stangarstökki kvenna með stökki upp á 3,42m. í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir á nýju persónulegu meti upp á 2,92m og Katrín Tinna Pétursdóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti einnig á persónulegri bætingu upp á 2,82m.

Líkt og í 4x100m hlaupinu voru það sveitir ÍR sem komu fyrstar í mark. Kvennasveitina skipuðu þær Brynja Rós Brynjarsdóttir, Hildigunnur Þórarinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Þær komu í mark á tímanum 4:02,26 mín. Í öðru sæti var sveit FH á tímanum 4:07,34 mín. og í þriðja sæti var B-sveit ÍR á tímnum 4:08,89 mín.

Karlasveitina skipuðu þeir Egill Smári Tryggvason, Arnar Logi Brynjarsson, Ívar Kristinn Jasonarson og Sæmundur Ólafsson. Þeir komu í mark á tímanum 3:22,22 mín. í öðru sæti var Sveit Fjölnis á tímanum 2:24,69 mín og í þriðja sæti var sveit FH 3:30,18 mín.

FH Íslandsmeistarar félagsliða

Það var lið FH sem sigraði í heildarstigakeppninni með 83 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 74 stig og lið Breiðabliks var í því þriðja með 25 stig. FH sigraði einnig í kvenna og karla keppninni.

Penni

3

min lestur

Deila

MÍ dagur 3: Fjögur meistaramótsmet á síðasta keppnisdegi MÍ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit