MÍ dagur 2: Júlía stórbætti aldursflokkamet og tvö meistaramótsmet féllu

Penni

3

min lestur

Deila

MÍ dagur 2: Júlía stórbætti aldursflokkamet og tvö meistaramótsmet féllu

Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðabik) stórbætti í dag tveggja ára aldursflokkamet Glódísar Eddu Þuríðardóttur í 100m grindahlaupi í U20 ára flokki á öðrum keppnisdegi MÍ. Júlía kom í mark á tímanum 13,77 sek. (+1,6) en gamla metið var 14,00 sek. Þetta er annar hraðasti rafmagnstími í kvennaflokki frá upphafi en Íslandsmetið á Guðrún Arnardóttir og er það 13,18 sek. Í öðru sæti í hlaupinu var Sara Kristín Lýðsdóttir á 16,03 sek sem er persónuleg bæting.

Það voru tvö meistaramótsmet sem féllu á ÍR-vellinum í dag en hið fyrra setti Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) þegar hún stórbætti metið í sleggjukasti kvenna er hún kastaði 65,21m en fyrra metið átti Íslandsmethafinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR), 62,30m frá síðasta ári. Þetta er rétt við besta árangur Guðrúnar en hún á best 65,42m. Í öðru sæti var fyrrum Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir (ÍR) sem kastaði lengst 60,81m. Í þriðja sæti var hin unga og efnilega Birna Jóna Sverrisdóttir (UÍA) með kasti upp á 47,31m.

Hlynur Andrésson (ÍR) bætti fjórtán ára gamalt mótsmet Björns Margeirssonar í 1500m hlaupi karla. Hlynur kom í mark á tímanum 3:53,28 mín en fyrra metið var 3:54,66 mín. Hlynur á best 3:49,19 mín og er fyrrum methafi í greininni. Í öðru sæti var Fjölnir Brynjarsson (FH) á nýjú persónulegu meti, 4:05,37 mín. og Stefán Kári Smárason (Breiðablik) í þriðja sæti, einnig á persónulegri bætingu upp á 4:28,89 mín.

Það var Íslandsmethafinn Hilmar Örn Jónsson (FH) sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti karla ellefta árið í röð. Hilmar kastaði lengst 73,74m en hann er búinn að kasta lengst 74,77m í ár. Ingvar Freyr Snorrason (ÍR) varð annar með 42,88m.

Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með miklum yfirburðum en hann stökk lengst 7,80m (+2,9). Í öðru sæti varð Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) en hann stökk lengst 6,86m (+2,0) sem er persónuleg bæting. Ísak Óli Traustason (UMSS) varð þriðji með 6,84m (+3,7).

Það var æsispennandi sentimetrastríð í langstökki kvenna en það var Íslandsmethafinn sem sigraði í kepnninni. Hafdís Sigurðardóttir (UFA) stökk 6,29m (+2,1) og aðeins munaði einum sentímetra á efstu tveimur sætunum en Irma Gunnarsdóttir varð önnur með 6,28m (+3,4). Í þriðja sæti varð Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) með 6,10m (+2,4).

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) kom fyrst í mark í 100m hlaupi kvenna á tímanum 11,74 sek. (+3,0). Það var Birna Kristín Kristjánsdóttir sem varð önnur á 12,02 sek. og Júlía Kristín Jóhannesdóttir þriðja á tímanum 12,21 sek.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) hljóp eina ferðina enn undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar en fékk +3,3 m/s í bakið og því vindur yfir leyfilegum mörkum. Kolbeinn kom í mark á tímanum 10,38 sek. Í öðru sæti varð hinn ungi og efnilegi Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á 10,97 sek. og Arri Bergmann Ægisson í því þriðja með 11,09 sek.

Andrea Kolbeinsdótir (ÍR) kom fyrst í mark í 1500m hlaupi kvenna á glæsilegri persónulegri bætingu upp á 4:35,12 mín. Önnur varð Íris Anna Skúladóttir (FH) á 4:45,44 mín. og í þriðja sæti varð Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir (FH) á 4:45,30 mín.

Í 110m grindahlaupi karla var það þrautarkappinn Ísak Óli Traustason sem kom fyrstur í mark á tímanum 14,90 sek. (+3,5) í öðru sæti varð Árni Haukur Árnason (ÍR) á tímanum 15,15 sek. og Guðmundur Heiðar Guðmundsson (FH) varð þriðji á 15,18 sek.

Elías Óli Hilmarsson (FH) stökk hæst allra í hástökki karla eða 1,92m. Í öðru sæti varð Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) með 1,87m og í þriðja sæti með sömu hæð en fleiri föll endaði Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik).

Í 400m kvenna var það unga þrautarkonan Ísold Sævarsdóttir sem sigraði á tímanum 57,46 sek. Í öðru sæti varð Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 58,84m og í þriðja sæti var Vilhelmína Þór Óskarsdóttir á 59,02 sek.

Karlamegin kom Sæmundur Ólafsson (ÍR) fyrstur í mark á tímanum 49,96 sek. Hermann Þór Ragnarsson varð annar á tímanum 50,93 sek. og í þriðja sæti varð Bjarni Anton Theódórsson á 51,30 sek.

Penni

3

min lestur

Deila

MÍ dagur 2: Júlía stórbætti aldursflokkamet og tvö meistaramótsmet féllu

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit