Andrea Kolbeinsdótti (ÍR) bætti meistaramótsmetið í 3000m hindrunarhlaupi er hún kom í mark á tímanum 10:23,19 mín á fyrsta keppnisdegi á 97. Meistaramót Íslands í dag . Fyrra metið var 11:57,16 mín. Andrea á Íslandsmetið í greininni og er það 10:08,85 mín. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir (FH) á tímanum 10:42,76 mín. og í þriðja sæti var Helga Guðný Elíasdóttir (ÍR) á tímanum 12:08,17 mín.
Karlamegin var það Valur Elli Valsson (FH) sem sigraði á tímanum 9:50,94 mín. Í öðru sæti var Sigurður Karlsson (ÍR) á tímanum 11:05,58 mín.
Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) byrjaði mótið með látum er hann kom í mark á tímanum 10,40 sek. í undanúrslitunum í 100m hlaupi karla. Tíminn er vel undir Íslandsmeti hans og Ara Braga Kárasonar sem er 10,51 sek. Vindur var þó yfir leyfilegum mörkum eða +2,1 m/s og er þetta í fjórða sinn sem Kolbeinn hleypur undir metinu í of miklum vindi. Úrslitin fara fram klukkan 15:10 á morgun, laugardag.
Það var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) sem var hröðust allra í undanúrslitakeppni í 100m hlaupi kvenna. Guðbjörg rúllaði í mark á tímanum 11,92 (+0,5). Úrslitakeppnin fer fram á morgun klukkan 15:30.
Í 800m hlaupi kvenna var það Íslands- og mótsmethafinn, Aníta Hinriksdóttir sem kom fyrst í mark á tímanum 2:07,31 mín. Í öðru sæti var Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir (FH) 2:13,38 mín. og í þriðja sæti var Guðný Lára Bjarnadóttir á tímanum 2:18,89 mín. sem er persónuleg bæting.
Í 800m hlaupi karla var það Fjölnir Brynjarsson (FH) sem kom fyrstur í mark á tímanum 1:56,16 mín. Daði Arnarson (Fjölnir) á tímanum 1:58,46 mín. og í þriðja sæti var Kjartan Óli Ágústsson (Fjölnir) á 1:59,56 mín.
Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) sigraði örugglega í spjótkasti karla með kasti upp á 74,21m. Örn Davíðsson (Selfoss) var annar með 64,73m og í þriðja var Gunnar Freyr Þórarinsson (UMSS) með 52,36m.
Kvennamegin var það Arndís Diljá Óskarsdóttir (FH) sem sigraði með kasti upp á 47,76m. Í öðru sæti var hin unga og efnilega Bryndís Embla Einarsdóttir (Selfoss) með kasti upp á 41,20m sem er persónuleg bæting hjá henni. Í þriðja sæti var Stefanía Hermannsdóttir með 35,35m.
Í stangarstökki karla var það Sindri Magnússon (Breiðablik) sem stökk hæst allra og bætti sinn persónulega árangur er hann stökk 4,32m. I öðru sæti var Ari Sigþór Eiríksson með stökki upp á 4,22m. Í þriðja sæti var Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) á persónulegri bætingu upp á 4,12m.
Undankeppni í langstökki kvenna fór einnig fram í kvöld og var það Irma Gunnarsdóttir sem stökk lengst allra eða 5,99m (+1,5). Það eru tólf efstu sætin sem fara áfram í úrslitakeppnina sem fer fram á morgun klukkan 14:00.
Það voru sveitir ÍR sem sigrðuðu í boðhlaupi bæði karla og kvennaflokki. Karlarnir komu í mark á tímanum 41,60 sek. Sveitina skipuðu þeir Arnar Logi Brynjarsson, Ívar Kristinn Jasonarson, Sæmundur Ólafsson og Dagur Andri Einarsson. Í öðru sæti var sveit Breiðabliks á tímanum 43,93 sek. og sveit Ármanns var í þriðja sæti á tímanum 44,80 sek. Sveit FH var dæmd úr leik.
Sigursveit ÍR kvennamegin skipuðu þær Agnes Kristjánsdóttir, Ingibjörg Sigurðarsdóttir, Hildigunnur Þórarinsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Þær komu í mark á tímanum 48,20 sek. Sveit Breiðabliks var í öðru sæti á tímaum 48,46 sek. og í þriðja sæti var sveit FH á tímanum 49,34 sek.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.