Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram dagana 9.-11. júní á Kópavogsvelli þar sem efnilegustu ungmenni landsins keppast um Íslandsmeistaratitla í mismunandi aldursflokkum og keppninsgreinum. Það eru um 160 keppendur skráðir til keppni frá sextán félögum. Mótið hefst klukkan 16:30 á morgun, föstudag og lýkur klukkan 16:00 á sunnudag.
Það var lið HSK/Selfoss sem sigrði í stigakeppni félagsliða á síðasta ári og verður spennandi hvaða félag endar á toppnum í ár.
Tímaseðil, keppendalista og úrslit í rauntíma má finnna hér en við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn.