MÍ 15-22 ára frestað

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ 15-22 ára frestað

Stjórn FRÍ í samvinnu við Fjölni hefur komist að þeirri niðurstöðu að fresta MÍ 15-22 ára sem fram átti að fara 15-16 janúar í Laugardalshöllinni. Helstu rök eru stærðargráða mótsins og sú staðreynd að verið er að boða saman keppendur og meðferðarfólk af öllu landinu. Það eitt og sér er ekki í anda þess sem lagt er upp með í ráðleggingum sóttvarnarlæknis. 

Mótinu er langt í frá að vera aflýst og verður í Kaplakrika 18-20 mars. Nánari upplýsingar verða sendar í uppfærðu boðsbréfi þegar nær dregur.

 
Við stefnum auðvitað á að halda öll þau mót sem eru á dagskrá í febrúar og mars og munum sækja um undanþágur ef til þess kemur ásamt því að láta alla fara í hraðpróf. 

Frjálsíþróttahreyfingin hefur sýnt undanfarna mánuði hvers hún er megnug. Við höfum náð að halda mikið af glæsilegum viðburðum þar sem reynt hefur á jákvæðni og útsjónarsemi mótshaldara. Það er súrt í broti að þurfa að fresta þessu móti, en ekki var annað verjandi í ljósi stöðunnar. Við hlökkum öll til bjartari tíma í frjálsum með frekari afléttingum. Þangað til verðum við að minna okkur á að lokaspretturinn er mikilvægasti kaflinn í hverju hlaupi. Gangi okkur öllum vel! Sjáumst í Kaplakrika 18.-20. mars!

Freyr Ólafsson, formaður FRÍ

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ 15-22 ára frestað

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit