MÍ 15-22 ára fer fram um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fer fram um helgina í Kaplakrika. Mótið stendur yfir frá 9:45-14:50 á laugardeginum og frá 9:30-16:10 á sunnudeginum. 242 keppendur frá 27 félögum víðs vegar um landið eru skráðir til keppni. Sigurliðið í fyrra í samanlagðri stigakeppni allra flokka var HSK/Selfoss. Búast má við sterkri og spennandi keppni þar sem á meðal keppenda er hluti af fremsta frjálsíþróttafólki Íslands og keppendur af EM, HM og NM í flokki unglinga frá því síðasta sumar.

Á meðal keppenda eru

  • Kristján Viggó Sigfinnson, Ármanni, ríkjandi Íslandsmeistari í hástökki bæði innanhúss og utanhúss. Kristján keppir í hástökki og langstökki um helgina.
  • Fjölþrautarkonan Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki, ríkjandi Norðurlandameistar U23 í sjöþraut. Irma keppir í fimm greinum um helgina 60m, 60m grind, langstökki, þrístökki og kúluvarpi.
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, sem varð Evrópumeistari í 100 metra hlaupi í flokki stúlkna 16-17 ára og Ólympíumeistar ungmenna í 200 metra hlaupi síðasta sumar. Guðbjörg keppir í 60m, 200m og 400m hlaupi um helgina.
  • Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA, er ung og efnileg og keppti erlendis á European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu síðastliðið sumar, þar komst hún í úrslit í 80 metra spretthlaupi. Glódís mun keppa í sjö greinum um helgina, 60m, 200m, 400m, 60m grind, hástökki, langstökki og kúluvarpi.
  • Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik, á aldursflokkametið í langstökki í flokki stúlkna 16-17 ára. Hún keppti á EM U18 sumarið 2018 og hefur náði lágmarki á EM U20 sem fer fram sumarið 2019. Um helgina keppir hún í 60m, 60m grind og langstökki.
  • Þórdís Eva Steinsdóttir, FH, hefur margoft keppt erlendis á alþjóðlegum mótum og hefur bætt fjölmörg aldursflokkamet á síðustu árum. Hún mun keppa í fjórum greinum um helgina, 60m, 200m, langstökki og hástökki.

Hér má finna tímaseðil mótsins og fylgjast með úrslitum.