Um helgina 9.-10. júlí fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára á Akureyri. Það eru um 200 keppendur frá tólf félögum skráðir til leiks. Keppni hefst klukkan 10:00 á laugardag og 9:00 á sunnudag. Hægt er að sjá tímaseðil, keppendalista og úrslit í rauntíma hér. Myndir frá mótinu munu birtast hér eftir mótið.
Á síðasta ári var það lið HSK/Selfoss sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og verður spennandi að sjá hvaða félag tekur titilinn í ár.