Um helgina, 12.-13. mars fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Það eru um 250 krakkar skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu. Keppni hefst klukkan 10:00 á laugardag og 9:00 á sunnudag. Keppt er í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða á síðasta ári og verður spennandi að sjá hvaða lið tekur titilinn í ár.
Tímaseðil má finna hér.
