Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugadalshöll. Það voru um 270 keppendur skráðir til leiks frá 17 félögum víðs vegar af landinu. Sex mótsmet voru sett mótinu og um 720 persónuleg met voru bætt. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu þau alls 524,5 stig. Breiðablik hafnaði í öðru sæti með 518 stig og ÍR í þriðja sæti með 379,5 stig.
Mótsmet:
- Anna Metta Óskarsdóttir (HSK/SELFOSS) Þrístökk stúlkna 14 ára, 10,93 m.
- Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson (FH) 400m hlaup pilta 12 ára, 65,19 sek.
- Bryndís Arna Hlynsdóttir (FH) 400m hlaup stúlkna 12 ára, 69,93 sek.
- Hekla Þórunn Árnadóttir (Breiðablik) 400m hlaup stúlkna 11 ára, 70,85 m.
- Sveit FH (FH) 4x200m blandað boðhlaup 12 ára, 1:58,93 mín.
- Tómas Ingi Kermen (ÍR) Þrístökk pilta 13 ára, 9,95 m.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Myndir frá mótinu má finna hér.