Dagana 11.-12. febrúar fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugadalshöll. Það eru um 300 keppendur skráðir til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu. Keppnin er frá klukkan 9:00-17:30 á laugardag og frá 9:00-16:00 á sunnudag. Veitingasala verður staðsett á veitingapalli við aðalinngang Laugardalshallar.
Keppnisgreinar
Pilta- og stúlknaflokkar 11-12 ára, fjölþrautarfyrirkomulag:
Fyrri dagur: 60m, 400m og langstökk.
Seinni dagur: Hástökk, kúluvarp, 4x200m boðhlaup.
Pilta- og stúlknaflokkar 13-14 ára
Fyrri dagur: 60m, 600m, hástökk, þrístökk.
Seinni dagur: 60m grind, langstökk, kúluvarp, 4x200m boðhlaup.
Tímaseðil, keppendalsiti og úrslit má finna hér.
Ljósmyndir frá keppninni munu birtast hér.