Metþátttaka í Powerade hlauparöðinni

Öll hlaupin byrja klukkan 20:00 við Árbæjarlaugina. Skráning hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar. Þátttökugjaldið er 300 kr. Við skráningu fá keppendur lítið skráningarblað sem síðan er afhent tímavörðum þegar komið er í mark að hlaupi loknu.

Hlaupið hefst við Árbæjarlaugina. Hlaupið er í suðurátt eftir göngustíg sem liggur meðfram Elliðaánni fyrir neðan skeiðvöll Fáks, beygt af yfir göngubrú við Heyvað, þaðan er malbikuðum göngustíg fylgt upp í átt að Suðurfelli áfram í átt að Hóla- og Fellakirkju síðan beygt áfram niður Elliðárdalinn framhjá Vatnsveitubrúnni, framhjá Árbæjarstíflu, undir Höfðabakkabrú, áfram niður dalinn, framhjá undirgöngum við Blesugróf og áfram á malarstíg, framhjá undirgöngum við Sprengisand og yfir Elliðár á hitaveitustokk, beygt til hægri og hlaupið eftir Rafstöðvarvegi upp að Árbæjarstíflu, þaðan eftir ný malbikuðum stíg sem liggur fyrir neðan einbýlishúsabyggðina meðfram ánni beina leið í markið.

Upplýsingar fengnar af hlaup.is

FRÍ Author